Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Námsefni
Námsefnið samanstendur af 45 verkefnum sem kennarar geta nýtt sér í listgreinakennslu á framhaldsskólastigi. Verkefnum er skipt niður í flokkana formfræði, litafræði, samsetning, skynjun og sköpun. Í hverjum flokk er verkefnunum svo skipt í fyrsta til þriðja hæfniþreps. Verkefnin eru fjölbreytt og oft á tíðum opin fyrir frelsi í útkomu. Leitast var við að hafa hönnunina á vefsíðunni sem einfaldasta, sérhvert hæfniþrep hefur sinn lit til þess að vera auðgreinanlegra. Einnig voru settar myndir við hvert verkefni til þess að nota sem kveikju, en þær eru ekki endilega að sýna nákvæmlega eins og verkefnið á að vera heldur frekar að gefa hugmynd. Myndirnar eru allar eftir mig sem birtast á síðunni, fyrir utan eina mynd sem ég birti af gullinsniði. Í þeim fögum þar sem mikið er um hefðbundnar reglur og vanafastar kennsluaðferðir leitast ég við að breyta aðeins fyrikomulaginu og bæta við skapandi nálgun í verkefnin.
Verkefnin skiptast í að vera myndlista miðuð og svo í átt að hönnun, en ég ákvað að blanda þeim saman, en tengja þau frekar undir sama hugtaki eins og í kaflanum Samsetning, þá eru verkefni sem að fjalla um uppbyggingu myndflatar og einnig uppbyggingu skissu módels. Einnig reindi ég að hafa hugtakið sjálfbærni sem leiðarljós og notast mörg verkefni við endurnýtingu á efni sem ég tengi við sjálfbærnismenntun. Markmiðið var einnig að nota hugsun Bielenberg og fl. (2016) og nýtti ég það t.d með því að láta nemendur fara úr sínu vanalega umhverfi í skólastofunni og fara út í nærumhverfið til þess að fá innblástur í sumum verkefnana, svo snúast mörg verkefni einnig um það að þora að skapa nýja hluti og taka gagnrýni. Einnig koma fram áhrif í verkefnunum með þeim hætti að þeim er snúið við eða hugsuð á annan hátt en venjulega. Verkefnin leggja einnig mikið upp úr þjálfun á gagnrýnni hugsun, þar sem að það er mikið um umræður eftir flest verkefnin, og oft þurfa nemendur að kynna sín verk og svara ahverju þeir völdu að fara þessa leið en ekki hina. Einnig tengi ég við það sem Ásthildur (2011, bls 18) nefndi sem eina leið fyrir menntun til sjálfbærnis, að stuðla að efnisnotkun sem tengist sjálfbærni, en ég geri það með því að nota mikið af afgangsefni og því sem er til, og jafnvel rusl í sumum verkefnum. Í viðaukanum hér fyrir neðan má svo sjá verkefni vefsíðunnar.



