Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Málverkið og tónlist
Framkvæmd :
Í þessu verkefni eru sjón og heyrn tengd saman. Nemendur velja sér plötu eða ákveðinn tónlistarmann. Markmiðið er að mála mynd sem er innblásin af tónlistinni þar sem nemandinn skapar mynd með hjálp fleiri skilningarvita. Nemendur ráða uppbyggingu myndarinnar, stærðar og myndefni. Markmiðið er að nemendur hlusti á tónlist á meðan að þeir skapa myndina með heyrnatólum. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt læsi og auka færni í að tjá sig um eigin listsköpun og túlka tilfinningar sínar í gegnum list.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt, nemendur velja sér tónlist, hugmyndavinna hefst, nemendur minntir á að koma með heyrnartól og tónlist í næsta tíma.
2. tími: Nemendur vinna í mynd
3. tími: Nemendur vinna í mynd
4. tími: Nemendur vinna í mynd, í lokin verða umræður um afraksturinn og yfirferð þar sem nemendur segja frá sínu verki og kennari kemur með endurgjöf.
Bjargir : Blýantur, litir, penni, málning, pappír, heyrnartól og tónlist.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemendur:
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
Grunnþættir : Sköpun, læsi
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 4 kennslustundir
Skynjun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir