Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Andstæðir litir
Framkvæmd :
Nemendur teikna mynd þar sem myndefnið á að vera orðið andstæða. Myndin á að vera teiknuð með útlínum, því næst taka nemendur afrit eða ljósrita myndina í nokkur eintök. Því næst æfa nemendur sig að vinna með andstæðuliti og þeirra litróf og hvernig myndin breytist eftir litavali.
Nemendur fá þjálfun í myndlæsi og einnig í skapandi hugsun þar sem þeir þurfa að skapa mynd út frá orðinu andstæða, niðurstaðan er því óljós og gæti komið óvart.
Áætlaður tími : 3 kennslustundir
1.tími: Kennari kynnir fyrir nemendum andstæðulitina og eiginleika þeirra. Því næst er verkefnið kynnt og nemendur byrja að vinna.
2.tími: Vinna heldur áfram.
3.tími: Vinna heldur áfram, í lokin eru umræður og verkefnin skoðuð.
Bjargir : Pappír, blýantur, penni, málning, penslar, pappadiskar til þess að blanda liti.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að Nemandinn:
-
Þekki hvað séu andstæðir litir og eiginleika þeirra.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
Grunnþættir : Sköpun, læsi
Hæfniþrep : Hæfniþrep 1
Tímalengd : 3 kennslustund
Litafræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir