Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Samsetning
​
Framkvæmd :
Nemendur æfa sig í að teikna upp mismunandi samsetningar með því að nota fleti og línur. Nemendur eiga að skapa samsetningar út frá orðunum: Óróleiki, spenna, jafnvægi og kyrrð. Í þessu verkefni auka nemendur þekkingu sína á formfræði, samsetningu forma og uppbyggingu. Nemendur fá einnig þjálfun í myndlæsi og skapandi hugsun.
Áætlaður tími : 1 kennslustund
​
Bjargir : Pappír, blýantur, penni, reglustrika.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að Nemandinn:
-
Þekki samspil forma, flata og ólíkra samsetninga sem hafa áhrif á upplifun okkar.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn
-
Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.
​
Grunnþættir : Sköpun
​
Hæfniþrep : Hæfniþrep 1
Tímalengd : 1 kennslustund
Samsetning

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir