Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Heitt / kalt
​
Framkvæmd :
Nemendur mála tvær myndir þar sem myndefnið er hiti og kuldi. Myndirnar eru fyrst teiknaðar með útlínum, ein mynd sem tengist hita og önnur sem tengist kulda. Því næst eru myndirnar málaðar, teikningin sem tengdist kulda er máluð með heitum litum og myndin sem var teiknuð með heitu þema máluð með köldum litum. Nemendur læra um litafræðina í þessu verkefni og muninn á heitum og köldum litum. Nemendur fá þjálfun í myndlæsi og skapandi hugsun þar sem þeir þurfa að skapa myndir útfrá orðunum hiti og kuldi. Niðurstaðan er því óljós og gæti komið óvart, sérstaklega þar sem heitu litirnir eru notaðir til þess að mála köldu myndina og öfugt.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir.
1.tími: Verkefnið kynnt og nemendur byrja að vinna.
2.tími: Vinna heldur áfram.
3.tími: Vinna heldur áfram.
4.tími: Vinna heldur áfram, í lokin eru umræður og verkefnin skoðuð.
​
​
Bjargir : Pappír, blýantar, pennar, málning, penslar, pappadiskar til þess að blanda liti.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að Nemandinn:
-
Þekki heita og kalda liti og eiginleika þeirra.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
​
Grunnþættir : Sköpun, læsi
​
Hæfniþrep : Hæfniþrep 1
Tímalengd : 4 kennslustundir
Litafræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir