top of page

Litir og tilfinningar

​

Framkvæmd:

Í þesu verkefni er unnið með tilfinningar og liti. Nemendur velja sér fjórar mismunandi tilfinningar og búa til fjórar abstract myndir þar sem nemendur eiga einungis að nota liti, litasamsetningar og form til þess að túlka tilfinningarnar. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt læsi og færni í að tjá sig og tengja tilfinningar og upplifun við list.

 

Áætlaður tími : 4 kennslustundir

 

1. tími: Kennarinn kynnir áhrif lita, því næst er verkefnið kynnt og nemendur velja sér fjórar tilfinningar og hefjast handa við verkefnið.

2. tími: Vinna heldur áfram.

3. tími: Vinna heldur áfram.

4. tími: Vinna klárast, í lokin á bekkurinn að giska hvaða tilfinningar nemendur voru að túlka. Því næst er yfirferð þar sem myndir eru skoðaðar og nemendur segja frá sinni sköpun.

​

​

Bjargir: pappír, blýantur, málning

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni

 

Að nemendur:

 

  • Þekki áhrif lita á upplifun og tilfinningar okkar.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

  • Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.

  • Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.

 

​

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi

​

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 3

 

Tímalengd :     4 kennslustundir

Litafræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page