top of page

Framtíðarrými

Framkvæmd:

Nemendur ímynda sér hvernig framtíðarrými mannsins verður eftir 100 ár.

Nemandinn ígrundar á hvaða leið maðurinn er, hver sýn nemandans sé á þá leið, hvað vill nemandinn benda á, draga fram eða mótmæla.

Nemendur vinna hugmyndina í módelgerð. Vinnan byrjar með skissumódeli, svo gera nemendur lokamódel sem lýsir rýminu. Nemendur taka svo myndir af módelinu og skila inn ásamt greinargerð með ígrundum um rýmið og framtíðina sem á að vera 500 orð. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, efla mynd-og rýmislæsi og eru minntir á sjálfbærni með efnisnotkun. Nemendur auka færni í að tjá sig um eigin hönnun og listsköpun og tjá sig á skapandi hátt.

Áætlaður tími : 7 kennslustundir

 

1. tími: Verkefnið kynnt, kynning á áhrifaþáttum arkitektúrs og hvernig verkefnið skal vera unnið. Rannsóknavinna hefst.

2. tími: Rannsóknarvinna heldur áfram, nemendur og kennari fara út í nærumhverfið og finna mismunandi rými til þess að auka innblástur. Vinna við skissumódel hefst.

3. tími:  Vinna heldur áfram

4. tími:  Vinna heldur áfram

5. tími:  Vinna heldur áfram

6. tími:  Vinna heldur áfram

7. tími:  Vinna klárast, ljósmyndir teknar, í lokin er yfirferð á verkefnum og nemendur tjá sig um niðurstöður verkefnisins og sýna útkomuna, umræður og kennari gefur endurgjöf.

Bjargir: Afgangs pappír, leir, spýtur, plast, pappi, hvaða efni sem hægt er að endurnýta, rusl, lím, límbyssa, skæri og skurðarhnífar. 

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni -hæfni

Að nemandi:

  • Þekki áhrifaþætti arkitektúrs, mismunandi rýma og forma.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

  • Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.

  • Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, sjálfbærni

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 3

 

Tímalengd :     7 kennslustundir

Sköpun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page