Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Frjáls myndlist
Framkvæmd:
Nemendur eiga að velja sér hlut, hugtak, tilfinningu eða hugmynd og rannsaka viðfangefnið. Útfrá viðfangsefninu skapa þeir svo listaverk með frjálsri aðferð. Í lokinn útskýra nemendur verk sitt í yfirferð með bekknum. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndlæsi og sköpun. Nemendur auka færni í að tjá sig um eigin listsköpun og vinna sjálfstætt að eigin listssköpun.
Áætlaður tími : 6 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt og hvernig það skal vera unnið. Rannsóknavinna hefst.
2. tími: Rannsóknarvinna heldur áfram og nemendur og kennari fara út í nærumhverfið til þess að auka innblástur.
3. tími: Vinna hefst
4. tími: Vinna heldur áfram
5. tími: Vinna heldur áfram
6. tími: Vinna klárast, nemendur útskýra verk sín fyrir framan bekkinn í yfirferð.
Bjargir: Frjáls aðferð
Lærdómsviðmið : þekking - leikni -hæfni
Að nemandi:
-
Öðlist færni í sjálfstæðari rannsóknarvinnu.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
Grunnþættir : Sköpun, læsi
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 6 kennslustundir
Sköpun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir