top of page

Fyritæki - hönnun

Framkvæmd: Þetta verkefni fjallar um ímyndarsköpun, markaðsfræði og grafíska hönnun. Nemendur vinna tveir saman og búa til ímyndaða fyrirtæki. Einnig hanna nemendur lógó fyrirtækisins, skapa útlit, ákveða hvað fyrirtækið gerir og skapa ímynd þess. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni og efla myndlæsi. Nemendur auka færni í að tjá sig um eigin hönnun og auka leikni í samvinnu.

Áætlaður tími : 5 kennslustundir

 

1. tími:  Verkefnið kynnt og hvernig það skal vera unnið. Vinna hefst.

2. tími:  Vinna heldur áfram.

3. tími:  Vinna heldur áfram.

4. tími:  Vinna heldur áfram.

5. tími:  Vinna klárast, yfirferð á verkefnum og nemendur tjá sig um niðurstöður verkefnisins og sýna útkomuna.

Bjargir: Pappír, blýantar, lím, prentari, pennar og litir 

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni -hæfni

 

Að nemandi:

  • Þekki ímyndarsköpun og hönnun á lógó.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

  • Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.

  • Efli leikni í hópavinnu.

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, 

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 3

 

Tímalengd :     5 kennslustundir

Sköpun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page