top of page

Gamlir hlutir fá nýtt líf

Framkvæmd :  

Nemendur finna sér gamla hluti, dót eða drasl, heima hjá sér, í rauðakross búð eða leita í afgangsefnum sem skólinn á. Hugmyndin er að endurnýta og búa til eitthvað nýtt úr því gamla. Þegar nemendur eru komnir með efnivið hefst hugmyndavinna. Nemendur eiga að skissa niður hugmyndir, prufa sig áfram o.s.frv Því næst byrja þeir á lokaútkomunni. Nemendur búa til nokkur skissumódel og tilraunir sem þeir síðan ljósmynda. Nemendur þjálfa hugmyndaflugið í þessu verkefni. Nemendur eru minntir á sjálfbærni þar sem hugmyndin er að nýta eitthvað sem er gamalt og skapa nýtt út frá því. Nemendur æfa sköpunarkraftinn þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós.

 

Áætlaður tími : 5 kennslustundir

 

1. tími: Nemendur koma með efnivið og geta leitað í efni skólans, vinna byrjar.

2. tími: Vinna heldur áfram

3.tími:  Vinna heldur áfram

4.tími:  Vinna heldur áfram

5.tími:  Vinna klárast og í lokin verður yfirferð þar sem nemendur kynna verkin sín. 

Bjargir : Frjálst efnisval, verkfæri, skurðahnífur, límbyssa og lím 

 

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni -hæfni

 

Að nemandi:

  • Öðlist þekkingu á mismunandi efnum og samsetningu þeirra.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

  • Öðlist þekkingu á sjálfbærni.

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, sjálfbærni

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 2

 

Tímalengd :     5 kennslustundir

Sköpun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page