top of page

 

​

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, 

​

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 2

 

Tímalengd :     5 kennslustundir

Grind og massi

​

Framkvæmd:

Nemendur rannsaka hugtökin grind og massi. Nemendur skissa í efni til þess að fá tilfinningu fyrir hugtökunum. Nemendur búa til tvö rými þar sem annað er uppbyggt sem grind og hitt sem rými, gott er að nota mjóa spýtustrimla og leir til þess að nota sem efnivið í verkefnið. Í lokin gera svo nemendur samsett rými þar sem grindin og massinn blandast saman. Nemendur efla skilning sinn á þungum og léttum efnivið og hvernig upplifun rýma er mismunandi eftir efnisvali. Nemendur efla sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla rýmislæsi og fá tilfinningu fyrir ólíkum rýmun. 

 

Áætlaður tími : 5 kennslustundir

 

1. tími: Verkefnið kynnt og rannsóknarvinna hefst með skissuvinnu. 

2. tími:  Nemendur búa til grind.

3. tími:  Nemendur búa til massa. 

4. tími:  Nemendur búa til samsett rými.

5. tími:  Nemendur klára það sem þeir eiga eftir og í lokin eru umræður um verkin og nemendur kynna verkin sín.

 

Bjargir: Leir, spýtur, lím

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni

​

Að nemandi:

​

  • Kynnist ólíkum áhrifaþáttum sem rými hafa.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

  • Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun. 

​

Samsetning

Myndir / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page