top of page

 

​

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, sjálfbærni

​

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 2

 

Tímalengd :     4 kennslustundir

Mismunandi efni mismunandi upplifun

​

Framkvæmd:

Nemendur rannsaka mismunandi efni, skoða meðal annars áferð, útlit, eiginleika, liti, þyngd, massa, léttleika, hlýju, kulda o.s.frv.

Nemendur búa svo til svo ýmsar skissur með ólíkum efnum og bera saman mismunandi upplifanir og eiginleika. Þetta verkefni reynir á ígrundun og hugleiðingar um hvað við skynjum með mismunandi efnisvali og afhverju. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt og rýmislegt læsi auk þess að efla færni sína í að tjá sig um eigin listsköpun. Nemendur eru einnig minntir á sjálfbærni með efnisvali.

 

Áætlaður tími : 4 kennslustundir

 

1. tími: Verkefnið kynnt og rannsóknarvinna hefst.

2. tími: Skissuvinna heldur áfram.

3. tími: Skissuvinna heldur áfram.

4. tími: Skissuvinna klárast, í lokin eru umræður og yfirferð, nemendur safna saman skissum og segja frá sinni upplifun og efnisvali.

​

​

Bjargir: Pappi, plast, álplötur afgangsefni, rusl, ónýtt dótt, hvað sem hægt er að nota, límbyssa, lím, skurðahnífar.

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni

​

Að nemandi:

​

  • Þekki mismunandi efni og hvernig upplifun okkar getur verið mismunandi eftir efnisvali.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

  • Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun. 

​

Skynjun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page