top of page

Fletir 

​

Framkvæmd :  Nemendur fara út í nærumhverfið með myndavél og fá innblástur. Því næst eru myndirnar prentaðar út og nemendur velja eina mynd til þess að greina. Nemendur greina fleti og samsetningu þeirra í myndinni. Nemendur endurskapa svo ljósmyndina sem teikningu eða málverk. Einu skilyrðin eru að einungis eigi að notast við fleti og engar útlínur, línur eða punkta. Hér reynir á skapandi úrlausn.

 

Áætlaður tími :  3 kennslustundir.

 

1.tími: Verkefnið kynnt, nemendur fara út í nærumhverfi og taka myndir.

2.tími: Vinna við verkefnið heldur áfram, nemendur prenta mynd og byrja vinnuna.

3.tími: Vinna heldur áfram, í lokin eru umræður og verkin skoðuð.

​

​

Bjargir : Sími, myndavél, pappír, strokleður, blýantur, litir, málning, penslar, blöð.

 

Lærdómsviðmið: Þekking – leikni- hæfni. 

 

Að nemandi:

  •  Þekki og skilji  helstu atriði og eiginleika tvívíddar og flatar

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

​

 

​

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi

​

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 1

 

Tímalengd :     3 kennslustundir

Formfræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page