top of page

​

Framkvæmd :

Þetta verkefni er umræðu verkefni. Nemendur eru fimm saman í hóp. Kennarinn lætur alla fá sama vandamál til að leysa. Nemendur ræða vandamálið, skissa og skrifa niður hugmyndir. Í lok tímans kynnir hver hópur sína lausn á vandamálinu. Þetta verkefni æfir nemendur í samvinnu og eykur hópefli. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. 

 

Hugmyndir að vandamálum:

1.Plast í sjónum

2.Of mikil símanotkun í frímínútum

3.Tímaskortur

4. Hlutur sem gæti hjálpað við heimalærdóm

 

Áætlaður tími : 1 kennslustund

​

Bjargir : Blöð, arkir, blýantar, pennar, litir.

​

Lærdómsviðmið: Þekking – leikni- hæfni

 

Að nemandinn:

 

  • Verði virkur í lýðræðislegu samfélagi

  • Efli leikni í hópavinnu.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn

  • Öðlist hæfni í skapandi hugsun.

​

​

Lausnir 

 

​

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, 

​

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 1

 

Tímalengd :     1 kennslustundir

Sköpun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page