Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Litahringurinn
​
Framkvæmd :
Nemendur búa til sinn litahring. Unnið er út frá hinum klassíska litahring en með skapandi útfærslu. Nemendur byrja á að teikna hringinn upp eins og hann á að vera með útlínum síðan bæta þeir við myndina og halda áfram út frá hringnum t.d, með því að láta tré vaxa út úr græna litnum sem síðan umbreytist í gulan fugl sem síðan tengist gula litnum o.s.frv. Markmiðið er að fylla upp í alla myndina og láta allt tengjast. Þegar búið er að teikna útlínur, er hafist handa við að blanda málningu og réttir litir settir á sinn stað sem síðan blandast einnig í teikningunum út frá hringnum. Nemendur fá þjálfun í myndlæsi og skapandi hugsun þar sem þeir þurfa að skapa mynd út frá hringnum. Niðurstaðan er því óljós og gæti komið óvart. Einnig þurfa nemendur að leysa það verkefni að fylla upp í alla myndina og láta myndirnar tengjast saman og fá um leið þjálfun í lausnaleit.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir
1. tími: Kennarinn kynnir litahringinn fyrir nemendum og hvernig hann virkar. Verkefnið útskýrt og nemendur byrja að teikna útlínur að hringnum og teikningunni út frá honum.
2.tími: Vinna heldur áfram.
3.tími: Vinna heldur áfram.
4.tími: Vinna heldur áfram, í lokin eru umræður og verkefnin skoðuð.
Bjargir : Pappír, blýantur, penni, penslar, málning og pappadiskar til þess að blanda liti.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
​
Að nemandinn:
-
Þekki eiginleika litahringsins, hvernig litir raðast og blandast.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
​
​
Grunnþættir : Sköpun, læsi
​
Hæfniþrep : Hæfniþrep 1
Tímalengd : 4 kennslustund
Litafræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir