Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Ljós og skuggi
Framkvæmd :
Í þessu verkefni rannsaka nemendur ljós og skugga, nemendur búa til mismunandi skissumódel með það í huga að módelin myndi spennandi skuggavarp. Nemendur taka ljósmyndir þar sem þeir nota lampa til þess að ná fram spennandi myndum og miklum andstæðum í lýsingu. Markmiðið er því ekki skissumódelið sjálft heldur skuggamyndin sem myndast út frá því. Nemendur búa svo til litla möppu/bók þar sem þeir skrifa niður pælingar sínar um ljós og skugga og setja myndirnar með sem fengust út úr verkefninu. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt og rýmislegt læsi og eru minntir á sjálfbærni með efnisnotkun.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt, kynning á áhrifaþáttum forma, ljósi og skugga. Módelvinna hefst, nemendur taka ljósmyndir.
2. tími: Módelvinna heldur áfram, nemendur taka ljósmyndir.
3. tími: Módelvinna klárast, nemendur taka ljósmyndir.
4. tími: Nemendur prenta myndir og búa til litla hugmyndabók, bókinni er svo skilað til kennarans.
Bjargir : Afgangs pappír, leir, spýtur, plast, pappi, prentari, hvaða efni sem hægt er að endurnýta, rusl, lím, límbyssa, skæri, skurðarhnífar, lampi, sími, myndavél.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemendur:
-
Þekki samspil forma, ljós og skugga og skapi spennandi skuggamyndir.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
Grunnþættir : Sköpun, læsi, sjálfbærni
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 4 kennslustundir
Samsetning

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir