Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Mynd með gullinsniði
Framkvæmd :
Nemendur hefja rannsókn á gullinsniðinu. Þeir leita að myndum sem innihalda gullinsnið og kynna sér eiginleika þess. Því næst skapa nemendur myndverk þar sem þeir notast við gullinsniðið sem uppbyggingu en efni myndarinnar er að öðru leyti frjálst. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, nemendur efla myndlæsi og efla færni í að tjá sig um eigin listsköpun.
Áætlaður tími : 5 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt, kynning á gullinsniði og hvernig verkefnið skal vera unnið. Rannsóknavinna hefst.
2. tími: Rannsóknarvinna heldur áfram og nemendur byrja hugmyndavinnu.
3. tími: Vinna hefst á mynd.
4. tími: Vinna heldur áfram.
5. tími: Vinna klárast og nemendur kynna myndirnar og uppbyggingu þeirra.
Bjargir : pappír, blýantur, penni, litir, málning
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemendur:
-
Þekki gullinsnið, eiginleika þess og geti greint það í myndverkum.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
Grunnþættir : Sköpun, læsi, sjálfbærni
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 5 kennslustundir
Samsetning

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir

Gullinsnið
Gullinsnið: http://goldenmeancalipers.com/2011/07/handy-free- golden-mean-tool/