top of page

Fjarvídd

Framkvæmd :  

Nemendur gera tvær æfingar í fjarvídd. Í þriðja hluta verkefnisins gera nemendur sjálfstæða mynd þar sem þeir nota fjarvídd.

Í fyrstu æfingu fá nemendur nokkrar prentaðar myndir, nemendur eiga að greina fjarvídd myndanna og teikna línur inn á þær til þess að greina fjarvídd. Æfing tvö felst í því að fara út í nærumhverfið og teikna það sem blasir við eftir reglum fjarvíddarinnar. Í þriðja hluta verkefnisins gera nemendur sjálfstæða mynd þar sem myndefni og aðferð er frjáls. Einu skilyrðin eru að myndin innihaldi fjarvídd. Hér reynir á skapandi hugsun þar sem niðurstaðan er óljós og gæti komið á óvart.

 

Áætlaður tími :  4 kennslustundir.

 

1.tími: Verkefnið kynnt, nemendur gera fyrsta hluta verkefnisins og byrja hugmynda vinnu fyrir þriðja hlutann. 

2.tími: Nemendur fara út í nærumhverfi og vinna annan hluta verkefnisins.

3.tími: Nemendur byrja á þriðja hluta verkefnisins

4.tími: Nemendur halda áfram með verkefnið, í lokin eru umræður og verkefnin skoðuð.

Bjargir : Pappír, blýantur, strokleður, penni, málning, penslar 

 

Lærdómsviðmið: Þekking – leikni- hæfni. 

Að nemandi:

  • Þekki grundvallarreglur fjarvíddar og hvernig teikna á fjarvídd.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.​

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 1

 

Tímalengd :     4 kennslustundir

Formfræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page