Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Grunnþættir : Sköpun, læsi, sjálfbærni
Hæfniþrep : Hæfniþrep 2
Tímalengd : 3 kennslustundir
Ólík efni
Framkvæmd:
Nemendur rannsaka hvernig ólík efni vinna saman, hvaða efni virka saman og hver ekki, hvaða efni eru spennandi o.s.frv. Nemendur gera nokkur skissumódel. Nemendur efla skilning sinn á ólíkum efnivið og hvernig upplifun rýma og forma er mismunandi eftir efnisvali. Nemendur efla sköpunarkraftinn í þessu verkefni þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur eru minntir á sjálfbærni með efnisvali og efla rýmislæsi. Nemendur fá tilfinningu fyrir því að vinna í höndunum og skissa í þrívíðu formi.
Áætlaður tími : 3 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt og rannsóknar-og skissu vinna hefs
2. tími: Módel skissuvinna
3. tími: Módel skissuvinna. Í lokin eru umræður, skissumódel skoðuð og nemendur segja frá sinni sköpun.
Bjargir: Pappi, karton, vírar, plast, ál, tré, hvað afgangsefni sem er, lím, límbyssa
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemandi:
-
Kynnist því að vinna með ólík efni og hvernig efnin vinna saman.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.

Samsetning
Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir