Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Punktur og lína
Framkvæmd : Nemendur búa til 3 myndir í þessu verkefni. Í fyrstu tveim myndunum teikna nemendur eftir uppstillingu. Áhersla verður lögð á punktinn í fyrstu myndinni, þar sem nemendur gera fyrst nokkrar skissur og prufa sig áfram áður en þeir byrja á myndinni. Í mynd númer tvö verður áhersla lögð á línuna, nemendur gera fyrst nokkrar skissur og prufa misunandi gerðir og þykktir af línunni áður en þeir byrja á myndinni. Í þriðju myndinni eiga nemendur að blanda saman línunni og punktinum, skapa mynd án þess að nota uppstillingu, heldur notast við ímyndunaraflið. Hér reynir á skapandi hugsun þar sem niðurstaðan er óljós og gæti komið óvart.
Áætlaður tími : 3 kennslustundir.
1.tími: Verkefnið kynnt og nemendur byrja að skissa og rannsaka línu og punkt.
2.tími: Vinna heldur áfram og nemendur teikna uppstillingar.
3.tími: Vinna heldur áfram og nemendur skapa mynd án uppstillingar, í lokin eru umræður og verkin skoðuð.
Bjargir : Pappír, blýantur, strokleður, penni.
Lærdómsviðmið: Þekking – leikni- hæfni.
Að nemandi:
-
Þekki og skilji hugtökin punktur og lína, helstu atriði og eiginleika.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
Grunnþættir : Sköpun, læsi
Hæfniþrep : Hæfniþrep 1
Tímalengd : 3 kennslustundir
Formfræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir