Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Grunnþættir : Sköpun, læsi
Hæfniþrep : Hæfniþrep 2
Tímalengd : 4 kennslustundir
Lífrænt form
Framkvæmd:
Nemendur finna lífræn form í nærumhverfinu eins og steina og skeljar. Þegar nemandinn hefur safnað að sér formum hefst rannsóknavinna. Nemendur skissa, skoða formin og eiginleika þeirra. því næst æfa nemendur sig í að teikna upp formin. Í lokin hanna nemendur ímyndað hús úr lífrænu formi, útkoman á að innihalda grunnteikningu og mynd af útliti byggingarinnar að utan. Hér reynir á skapandi hugsun og úrlausnir þar sem niðurstaðan er óljós og gæti komið óvart.
Áætlaður tími: 4 kennslustundir.
1. tími: Verkefnið kynnt og rannsókna vinna hefst utan- og innandyra.
2. tími: Nemendur teikna.
3. tími: Nemendur teikna
4. tími: Teikningar klárast, í lokin eru umræður, myndir skoðaðar og nemendur segja frá sinni sköpun.
Bjargir: Pappír, blýantur, strokleður, penni.
Lærdómsviðmið- þekking-leikni-hæfni
Að nemandi:
-
Þekki muninn á geometrískum og lífrænum formum.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.

Formfræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir
Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir