Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Skorið úr formi
Framkvæmd :
Nemendur hanna útskorinn kassa í þessu verkefni, kassinn er fyrst teiknaður upp og síðan er hann búinn til í þrívídd. Nemendur byrja á því að teikna kassann í hlutfallinu 1:1 frá öllum hliðum og ákveða hvar eigi að skera úr honum. Þegar búið er að hanna kassann og teikningar tilbúnar býr nemandinn til módel af kassanum. Kassinn verður einnig í hlutföllunum 1:1 og fer nemandinn eftir teikningunum þegar kassinn er byggður. Nemendur þjálfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt og rýmislegt læsi og eru minntir á sjálfbærni með efnisnotkun. Nemendur auka færni í að tjá sig um eigin listsköpun.
Áætlaður tími : 6 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt, kynning á áhrifaþáttum arkitektúrs og hvernig verkefnið skal vera unnið. Hugmyndavinna hefst.
2. tími: Hugmyndavinna heldur áfram og nemendur hanna sinn kassa.
3. tími: Hönnun og teikning.
4. tími: Módelvinna.
5. tími: Módelvinna.
6. tími: Vinna klárast, í lokin er yfirferð þar sem teikningar og módel eru skoðuð og nemendur segja frá sinni sköpun.
Bjargir : Karton, pappír, afgangs pappír, pappi, lím, límbyssa, skæri, skurðarhnífar, blýantar,
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemendur:
-
Þekki mismunandi eiginleika forma í tvívídd og þrívídd.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Öðlist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
Grunnþættir : Sköpun, læsi, sjálfbærni
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 6 kennslustundir
Formfræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir