top of page

Skissa með efni

Framkvæmd :  Í þessu verkefni eiga nemendur að skissa beint í efniviðinn, leika sér með ólík efni og fá tilfinningu fyrir efni og þrívídd. Nemendur gera nokkur skissumódel í þessu verkefni. Markmiðið er að nemendur prufi sig áfram, rannsaki og leyfi hugmyndafluginu að flæða. Nemendur efla sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur eru minntir á sjálfbærni með efnisvali og efla einnig rýmislæsi. Nemendur fá tilfinningu fyrir efninu og að vinna með höndunum.

 

Áætlaður tími : 3 kennslustundir

 

1. tími: Verkefnið kynnt, nemendur byrja að skissa.

2. tími: Vinna heldur áfram.

3. tími: Vinna heldur áfram og í lokin eru umræður um afraksturinn.

Bjargir : Pappír, pappi, karton, plast, ál, afgangar og allt sem má endurnýta í módel skissugerð. 

 

Lærdómsviðmið : 

 

Að Nemandinn:

 

  • Kynnist mismunandi efnum og eiginleikum þeirra.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn

  • Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun. 

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, sjálfbærni

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 1

 

Tímalengd :     3 kennslustundir

Samsetning

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page