top of page

Skissubókin

Framkvæmd :

Nemendur koma með skissubók fyrir þetta verkefni, kennarinn verður með gamlar blaðaúrklippur og gömul rifin tímarit, nemendur eiga að finna eitthvað í blöðunum sem vekur áhuga þeirra og líma bútinn inn í skissubókina. Nemendur eiga að halda áfram að skissa hugmyndir út frá blaðabútnum og geta nemendur gert eins margar skissur og hugmyndir og þeir vilja. Markmið verkefnisins er að minna nemendur á hve mikilvægt er að nota skissubók til þess að halda utan um hugmyndir. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndlæsi og eru minntir á sjálfbærni með efnisnotkun. Nemendur auka færni sína í að miðla hugmyndum sínum.

 

Áætlaður tími : 1 kennslustund

Bjargir: Afgangs pappír, blaða úrklippur, lím, límband, penni, blýantur, litir, skæri.

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni

Að nemandi:

  • Öðlist hæfni í að koma hugmyndum sínum á blað.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, sjálfbærni

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 2

 

Tímalengd :     1 kennslustund

Skynjun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page