Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Skúlptúr með tilgang
Framkvæmd :
Nemendur hanna skúlptúr með tilgang, hvort sem það er tengt arkitektúr, vöruhönnun eða öðru. Nemendur byrja á hugmyndavinnu, skissa á blað og gera einnig módelskissur. Því næst hefjast nemendur handa við að búa til skúlptúrinn. Þegar skúlptúrinn er tilbúinn búa nemendur til stutta kynningu á verkinu og í lokin verður haldin yfirferð þar sem nemendur kynna verkin. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt og rýmislegt læsi og eru minntir á sjálfbærni með efnisnotkun. Nemendur auka einnig færni í að tjá sig um eigin listsköpun.
Áætlaður tími : 6 kennslustundir
1. tími: Kynning á áhrifaþáttum efna, rýmis og forma og hvernig verkefnið skal vera unnið. Hugmyndavinna hefst.
2. tími: Nemendur skissa í þrívídd og tvívídd.
3. tími: Vinna heldur áfram
4. tími: Vinna heldur áfram
5. tími: Vinna klárast, ljósmyndir teknar, og kynning undirbúin
6. tími: Yfirferð verkefna, nemendur kynna sína hönnun.
Bjargir : Afgangs pappír, leir, spýtur, plast, pappi og hvaða efni sem hægt er að endurnýta, rusl, lím, límbyssa, skæri og skurðarhnífar.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemendur:
-
Þekki samspil hönnunar og tilgangs.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í rýmislæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
Grunnþættir : Sköpun, læsi, sjálfbærni
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 6 kennslustundir
Samsetning

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir