Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
listamaðurinn
Framkvæmd :
Nemendur velja sér listamann og rannsaka litaval og stílinn sem einkennir listamanninn. Nemendur eiga svo að skapa myndverk, innblásið af litavali og stíl listamannsins. Nemendur efla færni í rannsóknarvinnu og myndlæsi. Einnig er unnið með sköpun þar sem nemendur skapa sitt listaverk út frá áhrifum annars listamanns.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt, nemendur velja sér listamann og rannsóknarvinna hefst.
2. tími: Rannsóknar-og hugmyndavinna heldur áfram og nemendur hefjast handar við gerð myndarinnar.
3. tími: Vinna heldur áfram.
4. tími: Vinna klárast, í lokin er yfirferð þar sem myndir eru skoðaðar og nemendur segja frá sinni sköpun. Nemendur útskýra einnig afhverju listamaðurinn var valinn og hver einkenni hans eru.
Bjargir : Pappír, blýantur, strokleður, málning
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemendur:
-
Þekki áhrif lita í myndverki og mismunandi notkun á litavali.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
Grunnþættir : Sköpun, læsi
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 4 kennslustundir
Litafræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir