Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Teikna blindandi
​
Framkvæmd :
Nemendur hafa bundið fyrir augun og eru með blað og blýant fyrir framan sig. Kennarinn lýsir fyrir nemendum ákveðinni mynd og nemendur eiga að teikna myndina blindandi. Hér reynir á ímyndunaraflið og skapandi hugsun þar sem nemendur þurfa að sjá fyrir sér myndrænt það sem kennarinn lýsir og miðla því eftir tilfinningu án þess að horfa.
Áætlaður tími : 1 kennslustund
​
Bjargir : Pappír og blýantur.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að Nemandinn:
-
Efli ímyndunarafl og skynjun.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
​
Grunnþættir : Sköpun
​
Hæfniþrep : Hæfniþrep 1
Tímalengd : 1 kennslustund
Skynjun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir