Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Teikna eftir hljóði
Framkvæmd:
Nemendur eru með blað og blýant/penna fyrir framan sig og tilbúnir að hlusta. Kennarinn biður nemendur um að hreinsa hugann og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Nemendur eiga að teikna án þess að hugsa og teikna með því að skynja. Kennarinn kveikir á ólíkri tónlist, eins og klassískri tónlist, þungarokki og raftónlist. Við hvert lag eða nokkur eins lög saman, eiga nemendur að teikna það sem þau skynja frá tónlistinni. Hér reynir á ímyndunaraflið og sköpun þar sem nemendur sjá fyrir sér tónlistina myndrænt og útkoman verður óvænt.
Áætlaður tími : 1 kennslustund
Bjargir: Pappír og blýantar/pennar.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að Nemandinn:
-
Efli ímyndunarafl og skynjun.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
Grunnþættir : Sköpun
Hæfniþrep : Hæfniþrep 1
Tímalengd : 1 kennslustund
Skynjun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir