Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Grunnþættir : Sköpun, læsi,
Hæfniþrep : Hæfniþrep 2
Tímalengd : 4 kennslustundir
Ljót mynd / Falleg mynd
Framkvæmd:
Nemendur rannsaka og ígrunda hvað þeir telja vera ljóta mynd og hvað teljist falleg mynd. Hugtökin verða rædd og rannsökuð af nemendum með hjálp kennara. Nemendur eiga síðan að búa til tvær myndir, eina sem þeir telja vera ljóta mynd og aðra fallega. Þegar myndirnar eru tilbúnar verður stutt yfirferð þar sem nemendur tjá sig um verkin og umræður verða um hvað sé ljótt og fallegt. Einnig er spennandi að sjá hvort myndirnar snúist við, sú ljóta endi sem falleg og öfugt. Nemendur nota frjálsa aðferð við vinnu á myndunum. Þetta verkefni reynir á ígrundun og hugleiðingar um hvað við skynjum sem ljótt og hvað fallegt og af hverju. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt læsi og auka færni í að tjá sig.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt, rannsóknarvinna hefst ásamt ígrundun og umræðum.
2. tími: Vinna við myndirnar hefst.
3. tími: Vinna heldur áfram.
4. tími: Vinna klárast, yfirferð á verkum hefst, nemendur lýsa sínu verki, og bekkurinn ræðir saman um hugtökin ljótt og fallegt.
Bjargir: Blöð, arkir, blýantur, penni, málning, litir, frjáls aðferð við þetta verkefni.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemandi:
-
Ígrundi hvað teljist ljót mynd og hvað teljist falleg mynd, færi rök fyrir hugleiðingum sínum og myndi sér skoðun.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndslæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
Skynjun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir