top of page

Teikna lykt

​

Framkvæmd :  Nemendur hafa blað og blýant/penna. Kennarinn kemur með nokkra hluti með sér sem gefa frá sér mismunandi lykt, það getur verið matarkyns eða hlutir, snyrtivörur eða önnur efni. Nemendur binda fyrir augun og kennarinn gengur á milli með hlutinn og leyfir hverjum og einum að finna lykt. Þegar allir hafa fundið lyktina byrja nemendur að teikna. Nemendur eiga að túlka lyktina og miðla yfir í teikningu án þess þó að teikna hlutinn sjálfan, nemendur eiga að túlka lyktina með óhlutbundnum hætti og sjá fyrir sér lyktina myndrænt. Hér reynir á ímyndunaraflið, skynjun og skapandi hugsun. 

 

Áætlaður tími : 1 kennslustund

​

Bjargir : Pappír, blýantur, penni.  

 

Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni

 

Að Nemandinn:

 

  • Efli ímyndunarafl og skynjun.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

 

​

 

Grunnþættir :  Sköpun

​

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 1

 

Tímalengd :     1 kennslustund

Mynd/ Bylgja Lind Pétursdóttir

Skynjun

bottom of page