Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Teikna út frá mynd
Framkvæmd :
Nemendur velja sér nokkra litla búta eða einn bút úr gömlu blaði/tímariti. Nemendur staðsetja bútinn eða bútana og líma þá á blað. Því næst skapa nemendur mynd út frá bútnum, halda áfram með myndina og láta hana þróast. Hér reynir á ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn að skapa eitthvað nýtt út frá gamalli mynd. Markmiðið er að kenna leiðir til þess að hefja sköpunarferlið, því oft er erfitt að byrja á auðu blaði. Nemendur þjálfa hugmyndaflugið og myndlæsi. Nemendur eru minntir á sjálfbærni í þessu verkefni þar sem hugmyndin er að nýta eitthvað sem er gamalt og búið að henda og skapa eitthvað nýtt út frá því. Nemendur æfa einnig sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós.
Áætlaður tími : 2 kennslustundir
1. tími: Nemendur finna sér bút eða búta og byrja að vinna í myndinni.
2. tími: Nemendur klára myndirnar og í lok tímans er yfirferð á verkum, nemendur lýsa sínu verki.
Bjargir : Pappír, blýantur, litir, gömul blöð, úrklippur, lím og skæri
Lærdómsviðmið : þekking - leikni -hæfni
Að nemandi:
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist þekkingu á sjálfbærni.
Grunnþættir : Sköpun, læsi, sjálfbærni
Hæfniþrep : Hæfniþrep 2
Tímalengd : 2 kennslustundir
Sköpun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir