top of page

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, 

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 1

 

Tímalengd :     1 kennslustundir

Teiknileikur

Framkvæmd :

Þetta verkefni er hópverkefni fyrir allan bekkinn. Hver nemandi hefur eitt stórt blað. Kennarinn setur á tónlist og nemendur eiga að byrja að teikna það sem þeim dettur í hug. Þegar lagið klárast láta nemendur blöðin ganga og nemendur skiptast á blöðum og halda áfram með myndina þar sem hinn nemandinn stoppaði. Þetta verkefni æfir nemendur í samvinnu og eykur hópefli. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndlæsi.

 

Áætlaður tími : 1 kennslustund

Bjargir : Blöð, arkir, blýantar, pennar, litir.

Lærdómsviðmið: Þekking – leikni- hæfni 

 

Að Nemandinn:

 

  • Verði virkur í líðræðislegu samfélagi

  • Efli leikni í hópavinnu.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt undir leiðsögn

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

Sköpun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page