top of page

Teikna tilfinningu

​

Framkvæmd:

Nemendur velja sér tilfinningu og teikna mynd með penna sem lýsir tilfinningunni. Nemendur byrja á að skissa og fá hugmyndir áður en þeir byrja á lokamyndinni sem á að fylla upp í blaðið. Nemendur æfa sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt læsi og auka færni í að miðla tilfinningum í gegnum list.

 

Áætlaður tími : 2 kennslustundir

 

1. tími: Verkefnið kynnt, nemendur velja sér tilfinningu, byrja að skissa og byrja svo á lokamyndinni.

2. tími: Nemendur halda áfram með myndina og í lokin er yfirferð, þar sem nemendur kynna sína sköpun.

 

Bjargir: Pappír, blýantur, strokleður, penni.

​

​

Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni

 

Að nemendur:

 

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

  • Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.

  • Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.

 

​

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi

​

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 3

 

Tímalengd :     2 kennslustundir

Skynjun

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page