top of page

 

 

Grunnþættir :  Sköpun, læsi, sjálfbærni

Hæfniþrep :     Hæfniþrep 2

 

Tímalengd :     8 kennslustundir

Þrívídd og skuggar

Framkvæmd: 

Í þessu verkefni er fjallað um þrívíð form og skuggamyndun þeirra. Nemendur gera nokkrar hefðbundnar æfingar fyrst, sem snúast um að teikna kassa, kúlu, keilu og sívalning eftir uppstillingu. Nemendur teikna eina mynd af hverju formi þar sem huga þarf vel að skugga og ljósi. Í síðasta hluta verkefnisins búa nemendur til sitt eigið form úr pappa afgöngum, eða öðrum efnivið sem finnst. Nemendur rannsaka formið og skuggamyndun þess. Mikilvægt er að skissa og rannsaka mismunandi sjónarhorn og mismunandi skuggamyndun eftir því hvernig formið snýr. Nemendur velja sér eitt sjónarhorn og teikna fullgerða mynd. Hér reynir á skapandi hugsun þar sem niðurstaðan er óljós og gæti komið óvart. Einnig eru nemendur minntir á sjálfbærni, með því að endurnýta pappa og pappírs afganga til þess að búa til nýtt form.

Áætlaður tími:  8 kennslustundir.

 

1. tími: Verkefnið kynnt, kynning á formfræði og skyggingu. Nemendur byrja að vinna í hefðbundnum æfingum. 

2. tími: Vinna í hefðbundnum æfingum. 

3. tími: Vinna í hefðbundnum æfingum.  

4. tími: Vinna í hefðbundnum æfingum. 

5. tími: Nemendur skapa sitt form, rannsókn hefst á forminu og skissuvinna.

6. tími: Nemendur rannsaka formið, skissa og byrja á lokamyndinni.

7. tími: Nemendur vinna í lokamyndinn.i

8. tími: Nemendur klára myndina, í lokin eru umræður, myndir skoðaðar og nemendur segja frá sínu formi.

 

Bjargir: Pappír, blýantur, strokleður, form til uppstillinga, pappi, afgangspappi og blöð, límbönd, lím, límbyssa. 

 

Lærdómsviðmið - þekking-leikni-hæfni

 

Að nemandi:

  • Þekki grunnformin, þrívídd og grundvallarreglur í skyggingu.

  • Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði

  • Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.

  • Geti tekið þátt í umræðum um formfræði

  • Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.

Formfræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir 

bottom of page