Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Tvær myndir
Framkvæmd:
Nemendur búa til tvær myndir af sama viðfangsefni. Önnur myndin á að vera alveg flöt en hin myndin á að hafa dýpt og fjarvídd. Nemendur fá að ráða hvernig þeir vinna myndirnar, hvort sem það er blýantsteikning, teikning með penna eða málverk. Unnið verður eftir orðinu óróleiki. Nemendur eiga ekki að fara eftir fyrirmynd að öllu leyti, nemendur geta skoðað myndir á netinu, í bókum og fara út með myndavél til þess að fá innblástur, en markmiðið er að útkoman verði þeirra útgáfa af raunveruleikanum. Hér reynir á skapandi hugsun þar sem niðurstaðan er óljós og gæti komið óvart.
Áætlaður tími: 5 kennslustundir.
1. tími: Verkefnið kynnt og rannsókna vinna hefst.
2. tími: Rannsóknarvinna heldur áfram og vinna hefst við verkin.
3. tími: Vinna
4. tími: Vinna heldur áfram
5. tími: Vinna klárast, í lokin eru umræður, myndir skoðaðar og nemendur segja frá sinni sköpun.
Bjargir: Pappír, blýantur, penni, málning, trélitir, verkið er unnið á frjálsan hátt.
Lærdómsviðmið- þekking-leikni-hæfni
Að nemandi:
-
Þekki mun á flatri mynd í tvívídd og mynd sem hefur dýpt og fjarvídd.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
Grunnþættir : Sköpun, læsi, sjálfbærni
Hæfniþrep : Hæfniþrep 2
Tímalengd : 5 kennslustundir

Formfræði
Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir