Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Skuggalitir
​
Framkvæmd:
Nemendur rannsaka litapallettuna sem myndast í skugga, skuggi er ekki bara grár. Nemendur fara út í nærumhverfið og taka myndir þar sem myndast skuggavarp, einnig má taka skissubók og liti. Kennarinn stillir uppstillingu þar sem myndast mismunandi skuggar og nemendur mála mynd af uppstillingunni. Því næst kemur módel sem situr fyrir á portret mynd, þar skoða nemendur skuggamyndun í andlitinu og mála mynd.Í verkefnunum á aðeins að mála skuggana en allt hitt verður skilið eftir hvítt, til þess að draga athyglina á skuggavarpið. Nemendur fá þjálfun í að lesa í litbrigðin sem myndast í skugga. Nemendur efla myndlæsi og sköpun með túlkun sinni á skuggavarpi.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt, rannsóknavinna hefst og nemendur rannsaka umhverfið.
2. tími: Nemendur mála uppstillingu.
3. tími: Nemendur mála módel.
4. tími: Nemendur klára og fínpússa verkefnin. Í lokin er yfirferð þar sem myndir eru skoðaðar og nemendur segja frá sinni sköpun.
Bjargir: pappír, blýantur, litir, málning, hlutir til uppstillingar, módel fyrir portret mynd.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemendur:
-
Öðlist færni í að sjá mismunandi litbrigði sem myndast í skuggavarpi.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.
-
Ölist hæfni í að tjá tilfinningar og upplifanir í gegnum list.
​
Grunnþættir : Sköpun, læsi
​
Hæfniþrep : Hæfniþrep 3
Tímalengd : 4 kennslustundir
Litafræði

Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir