Grunnur til þess að skapa
Námsefni í listgreinum á framhaldsskólastigi
Grunnþættir : Sköpun, læsi,
Hæfniþrep : Hæfniþrep 2
Tímalengd : 4 kennslustundir
Uppáhalds litur
Framkvæmd:
Í þessu verkefni rannsaka nemendur sinn uppáhalds lit, búa til litapallettu og prufa sig áfram með að blanda litinn í mismunandi útgáfum. Því næst ákveða nemendur myndefni sem tengist litnum á einhvern hátt og mála mynd þar sem aðeins er notuð litapalletta með uppáhaldslitnum. Nemendur fá aukinn skilning á litafræðinni og efla sköpunarkraftinn í þessu verkefni, þar sem útkoman er óljós þegar haldið er af stað og hvað sem er getur komið í ljós. Nemendur efla myndrænt læsi og auka færni sína í að tjá sig um eigin listsköpun.
Áætlaður tími : 4 kennslustundir
1. tími: Verkefnið kynnt og rannsóknarvinna hefst.
2. tími: Rannsókn heldur áfram og vinna við myndina hefst.
3. tími: Vinna heldur áfram.
4. tími: Vinna klárast, í lokin eru umræður, myndir skoðaðar og nemendur segja frá sinni sköpun.
Bjargir : Blöð, blýantur, penni, málning, penslar.
Lærdómsviðmið : þekking - leikni - hæfni
Að nemandi:
-
Þekki litapallettur, eiginleika þeirra og mismunandi blæbrigði lita.
-
Geti unnið á sjálfstæðan hátt og sýni frumkvæði.
-
Öðlist hæfni í myndlæsi og skapandi hugsun.
-
Geti tekið þátt í umræðum um viðfangsefnið.
-
Öðlist hæfni í að tjá skoðanir sínar.
-
Öðlist hæfni í að tjá sig um eigin listsköpun.

Litafræði
Mynd / Bylgja Lind Pétursdóttir